Valmynd Leit

Íslenski málhljóđamćlirinn

Íslenski málhljóđamćlirinn er byltingarkennd og nýstárleg lausn í skimunartćkni í spjaldtölvu (iPad) sem ćtlađ er fagađilum leik- og grunnskóla og stofnana.
Međ forritinu er unnt ađ skima og forprófa framburđ íslensku málhljóđanna og meta skiljanleika tals um leiđ og forritiđ greinir sjálfkrafa helstu hljóđkerfisţćtti í framburđi. Mćlirinn leiđir fagađila og barn/próftaka áfram á einfaldan og skilvirkan hátt í gegnum skimunina um leiđ og forritiđ aflar gagna sem skráđ eru í niđurstöđum.

Međ tćkinu geta fagađilar skóla og talmeinafrćđingar nú skimađ allt ađ 6 börn á klst. Strax í lok skimunar er skýrsla sjálfkrafa tilbúin međ upplýsingum um stöđu barnsins. Í prófiđ eru innbyggđ aldursviđmiđ og strax kemur í ljós hvort framburđur barnsins samsvarar getu jafnaldra í framburđi. Bent er á hvađa málhljóđ ţarf ađ ţjálfa m.a. til ađ lađa fram réttan framburđ og hljóđavitund sem mikilvćg er í umskráningarferli fyrir lćsi. Ţá er ekki síst mikilvćgt ađ vita hvort ţörf er á ađ vísa barni beint til talmeinafrćđings svo ekki komi til óţarfa biđ, enda biđlistar eftir talţjálfun langir.

Viđ gerđ Íslenska málhljóđamćlisins er stuđst viđ erlendar fyrirmyndir ađ skimunartćkjum í spjaldtölvum og samráđi viđ útgefendur ţeirra skimunarprófa.
Fjöldi íslenskra fagađila hefur komiđ ađ prófunum til ađ gera skimunartćkiđ sem best úr garđi, íslenskum notendum til hagsbóta.

Á námskeiđinu verđur lögđ áhersla á frćđslu um hljóđfrćđi, hljóđkerfisfrćđi og framburđ íslensku málhljóđanna sem nauđsynlegt er ađ hafa á valdi sínu til ađ geta lagt skimunarprófiđ fyrir og túlkađ niđurstöđur. Ţá verđa helstu framburđarfrávik kynnt og útskýrđ međ dćmum á myndböndum. Rannsóknir um hljóđatileinkun og framburđarfrávik verđa kynntar og ítarlega fariđ í prófatilhögun.

Fyrir hverja?
Íslenski málhljóđamćlirinn hentar vel til ađ forprófa öll börn á leik- grunnskólaaldri til ađ meta hvar barniđ stendur í framburđi íslensku málhljóđanna og hvernig unnt er ađ koma sem best til móts viđ ţarfir ţess. Ţá er kjöriđ ađ skima međ Íslenska málhljóđamćlinum til ađ meta strax hvađa börnum ţarf ađ gefa sérstakan gaum og vísa strax til talmeinafrćđings.
Skimunartćkiđ hentar jafnframt sérstaklega vel til ađ skima nemendur af erlendum uppruna og undirbúa ţau fyrir íslenskunámiđ međ ábendingum um framburđ íslensku málhljóđanna.
Ţá geta talmeinafrćđingar metiđ framburđ einstaklinga sem hafa orđiđ fyrir áföllum er hafa áhrif á tjáningu og framburđ m.a. vegna taugafrćđilegs skađa.

Kennari: Bryndís Guđmundsdóttir, kennari B.Ed. međ íslensku sem ađalfag og M.A. CCC-SLP í talmeinafrćđi. Bryndís hefur 30 ára starfsreynslu sem talmeinafrćđingur á Íslandi.
Tími: Fös. 15. sept. kl. 8:30-16:30 (eftirfylgni - endurgjöf á úrvinnslu gagna, stöđumat og netsamskipti) Námskeiđ og ţjálfun alls 20 klst.
Verđ: 43.000 kr.- (ásamt kaffi/hádegisverđi)
Stađur: Sólborg HA.Svćđi

Háskólinn á akureyri

Sólborg v/norđurslóđ           600 Akureyri, Iceland           simenntunha@simenntunha.is          S. +354 460 8090

Skráđu ţig á póstlistann

Fylgdu okkur eđa deildu