Valmynd Leit

Ávarp rektors

Háskólinn á Akureyri er að verða aldarfjórðungsgamall og hefur á þessum tíma þróast hratt sem öflugt og framsækið . Háskólinn er þekktur fyrir að veita góða menntun í mörgum undirstöðugreinum atvinnulífsins og hefur byggt upp fjölbreytt og gefandi samstarf við fyrirtæki og sveitarfélög. Eitt af sterkustu einkennum HA er uppbygging fjarnáms og hvernig hann nýtir upplýsingatækni þjóðinni til hagsbóta.

Símenntun Háskólans á Akureyri er öflug sjálfseignarstofnun sem hefur með hliðsjón af ofangreindri þróun orðið sífellt mikilvægari þáttur í starfsemi Háskólans. Starfsemi Símenntunar hefur einkum þrenns konar áherslur: 1) Endurmenntun faghópa á fræðasviðum háskólans, 2) Endurmenntun á ýmsum sviðum einkum ætluð háskólakennurum og öðru starfsliði háskólans og 3) Námskeið ætluð almenningi. Á síðustu árum m.a. fyrir tilstilli upplýsingatækninnar hafa skil á milli símenntun og hefðbundinnar háskólamenntunar orðið minni. Nú starfrækir Háskólinn á Akureyri í gegnum Símenntun umfangsmikið fjarnám sem metið er til háskólaprófs. Þetta á sér stað í samstarfi við fjölmargar símenntunarmiðstöðvar um allt land. Oftast er lögð mikil áhersla á að nemendur geti stundað vinnu samhliða náminu og reynt er að svara kröfum þeirra um sveigjanleika. Gæði upplýsingatækni aukast stöðugt og það opnar fyrir þann möguleika að stunda námið óháð stað og stund. Það gefur einnig svigrúm til að raða saman námseiningum óháð því hvort þær eru teknar innan símenntunar eða sem hefðbundin háskólamenntun. Fjarnám er því orðinn eftirsóknarverður kostur fyrir marga og er vaxandi þáttur í starfsemi Símenntunar.

Nám í gegnum Símenntun við Háskólann á Akureyri getur veitt þér einstakt tækifæri til að taka þátt í nýsköpun þekkingar. Ég býð þig, sem væntanlegan nemanda Símenntunar, hjartanlega velkominn og óska þér velgengni í þeim fjölþættu og gagnlegu námskeiðum sem þar eru í boði.

Stefán B. Sigurðsson
Rektor HA


Háskólinn á akureyri

Sólborg v/norđurslóđ           600 Akureyri, Iceland           simenntunha@simenntunha.is          S. +354 460 8090

Skráđu ţig á póstlistann

Fylgdu okkur eđa deildu