Valmynd Leit

Hin hliðin á Tenerife

Snæfríður á Tenerife
Snæfríður á Tenerife

Eyjan Tenerife hefur lengi verið í uppáhaldi hjá Íslendingum en fæstir ferðamenn sjá þó aðeins brot af eyjunni sem hefur upp á fjölbreytt landslag og ótal möguleika til útivistar að bjóða.
Blaðamaðurinn Snæfríður Ingadóttir, sem ferðast árlega til Kanaríeyja með fjölskyldu sinni, deilir hér úr reynslubanka sínum og gefur innblástur að öðruvísi Tenerifeferð.
Námskeiðið hentar þeim hyggja á ferðalag til Tenerife og vilja upplifa eitthvað meira á ferðalaginu en hefðbundna ferðamannastaði.

Á námskeiðinu er fjallað um:

  • Almennt um eyjuna, landslag, hvar sé best að dvelja og hvernig best sé að ferðast um hana.
  • Gönguleiðir, mat og afþreyingu fyrir alla fjölskylduna.
  • Náttúrulaugar, pýramída, regnskóga, bananabúgarða og aðra áhugaverða staði á eyjunni.

Snæfríður gefur þátttakendum innblástur og hugmyndir að hlutum sem áhugavert er að prófa og skoða á Tenerife, sem og hvatningu til að upplifa „hina hlið“ eyjunnar sem fæstir ferðamenn upplifa. Námskeiðið er byggt á handbók Snæfríðar um Tenerife sem kom út í vor „Ævintýraeyjan Tenerife, stór ævintýri á lítilli eyju“.

Um Snæfríði: Snæfríður Ingadóttir hefur lengi haft áhuga á ferðalögum og farið víða. Hún er menntaður leiðsögumaður og hefur fjallað mikið um ferðamál í starfi sínu sem blaðamaður, auk þess að hafa skrifað nokkrar bækur um Ísland fyrir erlenda ferðamenn. Kanaríeyjar, og þá ekki síst Tenerife, er í sérstöku uppáhaldi hjá Snæfríði en hún verður búsett þar næsta vetur. 

Tími: Fim. 30. ágúst kl. 19:15-22:15.
Verð: 9.500 kr.
Staður: Sólborg HA.

Skráning: Með því að smella hér og velja Hin hliðin á TenerifeHáskólinn á akureyri

Sólborg v/norðurslóð           600 Akureyri, Iceland           simenntunha@simenntunha.is          S. +354 460 8090

Skráðu þig á póstlistann

Fylgdu okkur eða deildu