Valmynd Leit

Jónas Hallgrímsson, skáld og náttúrufræðingur

 - Í samstarfi við Jónasarsetur í Hrauni í Öxnadal

Á námskeiðinu verður mest verður fjallað um ljóð Jónasar, en einnig önnur verk, t.d. þýðingar og orðasmíði, hugsjónir og stjórnmálabaráttu, sem er samofin upphafi sjálfstæðisbaráttu Íslands. Jafnframt verður hugað að áhrifum hans, arfleifð og þeim skáldum sem spunnið hafa þráðinn frá Jónasi áfram.

Fjallað um:

• Helstu einkenni ljóða Jónasar.
• Áhrif hans og stöðu í íslenskum bókmenntum.
• Hvað er gott kvæði og af hverju hrífumst við af því?
• Fyrstu hugmyndir um sjálfstæði Íslands.

Ávinningur:

• Að kynnast einu merkasta og ástsælasta skáldi þjóðarinnar.
• Að kynnast heimi 19. aldar þegar hugmyndin um Ísland er að fæðast.
• Að læra að meta gott kvæði.

Kennari: Páll Valsson bókmenntafræðingur og rithöfundur. Páll hlaut Íslensku bókmenntaverðlaunin 1999 í flokki fræðirita fyrir bók sína, Jónas Hallgrímsson, ævisaga.

Tími: Frestað til vormisseris.
Verð: Námskeiðið er í boði Jónasarseturs.
Staður: Sólborg HAHáskólinn á akureyri

Sólborg v/norðurslóð           600 Akureyri, Iceland           simenntunha@simenntunha.is          S. +354 460 8090

Skráðu þig á póstlistann

Fylgdu okkur eða deildu