Valmynd Leit

Listmeđferđ - grunnnámskeiđ

Langar ţig ađ efla sköpunargáfu ţína og skjólstćđinga ţinna? Vilt ţú skilja hvernig hugsanir og tilfinningar eru tjáđar međ listsköpun? Óskar ţú eftir ađ afla ţér upplýsinga um hvernig mögulegt er ađ auka styrk og bćta líđan međ myndsköpun?

Námskeiđiđ sem er á meistarastigi, ígildi 5 ECTS eininga, er ćtlađ öllum áhugasömum um listmeđferđ ţar međ töldum ţeim sem vinna ađ bćttri líđan, auknum ţroska og/eđa ađ auđvelda fólki nám. Einstaklingar sem vilja fá námskeiđiđ metiđ til eininga inn í meistaranám skulu skila verkefnum og mćta öđrum ţeim kröfum sem slíkt nám krefst. Námskeiđiđ er kennt í tveimur lotum.

Á námskeiđinu öđlast ţátttakendur innsýn í kenningar og ađferđir listmeđferđar. Námskeiđiđ byggist á fyrirlestrum, umrćđum og vinnustofum ţar sem ţátttakendur upplifa sköpunarferliđ og ţann möguleika sem ţađ gefur. Ţekking á eigin myndmáli eykur sjálfsmeđvitund og möguleika á ađ koma öđrum til hjálpar ţegar vandi steđjar ađ. Á námskeiđinu verđa kynntar myndsköpunarađferđir sem efla sköpunargáfu, styrkja sjálfsmynd, mynda tengsl, auka félagsfćrni, efla sjálfsţekkingu og bćta líđan.

Markmiđ námskeiđsins er ađ:

  • Kynna sögu og kenningar listmeđferđar.
  • Kynna myndsköpunarađferđir sem efla sköpunargáfu, styrkja sjálfsmynd, stuđla ađ tengslum, auka félagsfćrni og bćta líđan.
  • Auka skilning á hvernig vandi, tilfinningar, hugsanir og ađstćđur eru tjáđar í myndverkum.
  • Ţátttakendur kynnist sjálfum sér í gegnum eigiđ myndmál.
  • Auka ţekkingu á ţví hvernig mögulegt er ađ mynda tengsl međ listsköpun

Kennari: Dr. Unnur G. Óttarsdóttir. Unnur er međ meistara- og doktorspróf í listmeđferđ og kennarapróf frá Kennaraháskóla Íslands. Unnur hefur sérhćft sig í listmeđferđ fyrir börn í skólum sem hafa orđiđ fyrir erfiđri reynslu og/eđa áföllum. Hún hefur í meira en 25 ár starfađ viđ listmeđferđ á eigin listmeđferđarstofu og á ýmsum stofnunum. Unnur er stundarkennari viđ Listaháskóla Íslands og hefur hún kennt listmeđferđ viđ Símenntun Háskólans á Akureyri og á ýmsum öđrum stöđum hérlendis og erlendis. Unnur hefur rannsakađ listmeđferđ og birt niđurstöđurnar í ýmsum ritum á innlendum og erlendum vettvangi.

Tími: Fös. 20. okt. kl. 14-19, lau. 21. okt. kl. 10-17, fös. 10. nóv. kl. 14-19 og lau. 11. nóv. kl. 10-17 - alls 25 kennslust.
Verđ: 67.500 kr.
Stađur: stofa K203 Sólborg HA.Háskólinn á akureyri

Sólborg v/norđurslóđ           600 Akureyri, Iceland           simenntunha@simenntunha.is          S. +354 460 8090

Skráđu ţig á póstlistann

Fylgdu okkur eđa deildu