Valmynd Leit

LKL0156160 Leikur, kenningar og leikþroski

 - Námskeið (6 ECTS ein.) á grunnstigi í samstarfi við kennaradeild

Námskeiðið hentar starfsfólki leikskóla og yngsta stigs grunnskóla með bakkalárpróf.

Námskeiðið er kennt í fjarnámi og staðnámi. Tímar eru að jafnaði vikulega en nemar velja í hvert sinn hvort þeir mæta á Akureyri í tvær kennslustundir sem samanstanda af kennslu, umræðum og tímaverkefnum út frá því efni sem er á leslista hverju sinni eða nemar geta í skilað vinnuframlagi hverrar viku með því að horfa á fyrirlestra/kynna sér glærur (45. mín) og vinna lítil verkefni tengd lesefni hverrar viku (45. mín). Til viðbótar eru unnin tvö 50% verkefni og þátttakendur þurfa að mæta í eina lotu á Akureyri.

Kennslulota:

  • 3. ár: 4.-8. mars 
Námskeiðslýsing:

Í námskeiðinu er fjallað um sögulegan bakgrunn leiksins og hugmyndir og viðhorf til hans. Kafað er í helstu kenningar um leik og leikþroska með áherslu á mikilvægi leiksins sem náms- og þroskaleiðar barna. Farið er í birtingarmyndir leiks og leikgerðir, sem og kenningar um áhrif leiks á heilaþroska og þá um leið almennan þroska einstaklinga. Einnig er viðfangsefnið hvernig leikur endurspeglar reynsluheim barna, þann menningarheim og það samfélag sem þau búa í. Hugað er að gildi vináttu í leik og leikþroska barna og hvernig samskipti geta verið bæði jákvæð og neikvæð (s.s. einelti). Í námskeiðinu vinna nemendur verkefni á vettvangi.

Hæfniviðmið: 
Að námskeiðinu loknu skal nemandi:
  • hafa þekkingu á leiknum í sögulegu samhengi og geta á grunni hennar rökstutt gildi hans í daglegu lífi barna,
  • geta gert grein fyrir helstu kenningum um leik barna,
  • geta útskýrt mikilvægi leiks sem náms- og þroskaleiðar barna í leikskóla,
  • geta borið kennsl á mismunandi leikgerðir og útskýrt áhrif þeirra á þroska og nám barna,
  • geta skipulagt námsumhverfi sem tekur mið af vináttu barna og félagsþroska.
Námsmat:
Skriflegt próf og verkefni. 

Umsjónarkennari: Anna Elísa Hreiðarsdóttir lektor kennaradeild.
Tími: Vormeisseri 2019.
Verð: 45.000 kr.Háskólinn á akureyri

Sólborg v/norðurslóð           600 Akureyri, Iceland           simenntunha@simenntunha.is          S. +354 460 8090

Skráðu þig á póstlistann

Fylgdu okkur eða deildu